Um Norkke
Við erum íslensk eistnesk fjölskylda og sauna er stór hluti af okkar lífstíl. Í Eistlandi er saunan hluti af þjóðarsálinni. Hún er staður til að endurnærast og njóta með fjölskyldu og vinum, rými fyrir samveru og samtöl. Við viljum leyfa fleirum að upplifa þessa aldagömlu hefð.
Norkke býður upp á einstaka saunalausn úr CLT-einingum (krosslímdu timbri) án nokkurrar annarrar einangrunar eða gerviefna. Það gerir saununa bæði heilnæmari, endingarbetri og vistvænni en hefðbundnar saunur sem byggðar eru með steinullar- eða plasteinangrun.
Við trúum því að sauna eigi að vera náttúruleg upplifun, þar sem hitinn vinnur með efnum sem anda og eldast fallega og þar er CLT einstakt hráefni. Það tryggir einnig framúrskarandi hita, langan líftíma og lágmarksviðhald. Við vinnum bara með einum framleiðanda í Eistlandi og erum ekki að keppa í verði heldur í gæðum, hönnun og heildarupplifun.
Saunan okkar er hönnuð sem varanleg bygging sem mætir íslenskum veðurkröfum og þjónar jöfnum höndum notagildi og fagurfræði. Það er jafnframt mögulegt að panta saunurnar okkar með torfþaki sem gerir þær einstakar á heimsvísu.
Njótið —
Rünno & Melkorka