Um Norkke

Við erum íslensk eistnesk fjölskylda og sauna er stór hluti af okkar lífstíl. Í Eistlandi er saunan hluti af þjóðarsálinni. Hún er staður til að endurnærast og njóta með fjölskyldu og vinum, rými fyrir samveru og samtöl. Við viljum leyfa fleirum að upplifa þessa aldagömlu hefð.

Við sérhæfum okkur í hágæða Norkke lúxussaunum úr krosslímdum timbureiningum (CLT), með áherslu á gæði, hönnun og hefðir.

Við flytjum aðeins inn saunur frá einum framleiðanda sem leggur metnað í hágæða handverk og sjálfbæra hönnun.

Við sameinum áralanga reynslu af eistneskri saunamenningu og íslenskri þekkingu á aðstæðum hérlendis.

Við leggjum áherslu á lausnir sem passa bæði í nútímalegt umhverfi og inn í íslenska náttúru. Fyrsta saunan okkar er nú til sölu í samstarfi við Fjallakofann í Hallarmúla 2. Ykkur er velkomið að kíkja við, það er heitt á saununni.

Njótið —
Rünno & Melkorka