Gleymdu umheiminum eitt augnablik
Norkke DEN
er hönnuð sem lokað smáhýsi sem hentar vel í bakgarða borgarinnar. Þetta módel býður upp á afslappað umhverfi þar sem hægt er að flýja daglegt amstur og finna innri frið.
Den rúmar allt að 6 manns sitjandi með breiðum bekkjum sem henta vel til að leggjast út af og njóta slökunar.
Veggir, loft og gólf eru úr þykkum CLT (krosslímdu timbri) plötum, sem tryggja hraða og orkusparandi upphitun ásamt framúrskarandi einangrun.
Boðið er upp á bæði viðarofna og rafmagnsofna frá HUUM, sem gerir þér kleift að velja á milli hefðbundinnar eða nútímalegrar saunureynslu.
Saunan er búin með HUUM UKU snjallkerfi, sem gerir þér meðal annars kleift að stjórna hitastigi með símanum þínum.
Hægt er að velja um sérsniðnar innréttingar úr ýmsum viðartegundum, mismunandi lit á klæðningu og torfi eða viðarþaki.












HUUM
Rafmagnsofnar
Steinn í aðalhlutverki
Sérlega mild og langvarandi gufa
Stýrt úr símanum
Handhafi Red Dot hönnunarverðlaunanna
Til að tryggja hámarksþægindi er S4 Saunan búin HUUM rafmagnsofni úr ryðfríu stáli og UKU snjallkerfi sem hægt er að stjórna í gegnum símann. Þannig er hægt að kveikja á og stilla saununa fyrirfram og tryggja að hún sé alltaf tilbúin til notkunar.
Hönnun HUUM HIVE rafmagnsofnsins er innblásin af býflugnabúum og dregur fram náttúrulega fegurð steinanna. Ofninn rúmar allt að 150 kg af steinum, sem skilar mildri gufu og hentar lengri jafnt sem styttri tímum í saununni. Norræn og náttúruleg hönnun sem skapar rólegt andrúmsloft sem stuðlar að djúpri slökun og vellíðan.
Eiginleikar norkke den
Rúmgott pláss
Hentar vel fyrir 6-8 einstaklinga
Sparar Orku
Veggir, loft og gólf eru úr þykku krosslímdu timbri (CLT plötum), sem sparar orku og hraðar upphitunartíma
Passar vel inn í umhverfið
Saunan er 2.1x2.1 metrar og passar því auðveldlega á svalir, í bakgarða eða á pallinn upp í sumarbústað
Rafmagns eða viðarupphitun
Val um rafmagns- eða viðar upphitaða HUUM ofna. Veldu nútímaleg þægindi eða hefðbundna aldagamla upplifun."
Opnunartilboð Gildir til 30. maí
í samstarfi við Fjallakofann
3.700.000
Fullt verð
4.200.000 kr
Hvað er innifalið?
DEN Saunan tilbúin til notkunar
Huum rafmagnsofn
UKU snjallkerfi sem hægt er að stjórna í gegnum símann